Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 11. maí 2001 kl. 10:38

Víkingar í Sandgerði í kvöld

Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika í S Safnaðarheimilinu í Sandgerði í kvöld, föstudagskvöldið 11. maí og hefjast þeir kl. 20.30 Vortónleikar Víkinganna eru einn af vorboðunum í menningarlífi á
Suðurnesjum. Söngur þeirra félaga blandast árvisst saman við söng
mófuglanna og kríunnar garg og léttir samborgurum þeirra tilveruna.
Efnisskráin er létt og skemmtileg og fjölbreytt að vanda. En að þessu sinni
eru þjóðlög frá ýmsum löndum og frískleg sjómannalög í öndvegi.
Stjórnandi Söngsveitarinnar er sem fyrr Einar Örn Einarsson en þetta eru
jafnframt kveðjutónleikar hans með Víkingunum.
Undirleikarar eru Steinar Guðmundsson píanóleikari, Gestur Friðjónsson
harmonikkuleikari og Vignir Bergmann á gítar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024