Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Víkingaheimar fengu viðurkenningu Tripadvisor
    Víkingaheimar.
  • Víkingaheimar fengu viðurkenningu Tripadvisor
    Valgerður Guðmundsdóttir.
Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 09:30

Víkingaheimar fengu viðurkenningu Tripadvisor

Mikil fjölgun erlendra gesta.

„Það var góður byr í seglin að opna bréf sem barst í síðustu viku frá ferðaþjónustufyrirtækinu Tripadvisor, með hamingjuóskum og vottorði upp á það að Víkingheimar hafi hlotið „Certifacate of Excellence,“ sem má útleggja sem vottorð um það sem er framúrskarandi,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúa hjá Reykjanesbæ, sem sinnir framkvæmdastjórn Víkingaheima. Það besta sé hins vegar að viðurkenningin byggist á mati gestanna sjálfra sem gefa Víkingaheimum fjóra og hálfa „stjörnu“ af fimm mögulegum á vefsíðu Tripadvisor.

Gæðastimpill frá gestum mikil hvatning

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valgerður segir slíka viðurkenningu gríðarlega mikilvæga í markaðssókn Víkingaheima. „Hverjum treystir maður betur á ferðum sínum en öðrum ferðamönnum þegar kemur að því að ákveða hvað skal velja til að skoða. Með vottorð Tripadvisor upp á vasann getur viðskiptavinurinn verið viss um að fá eitthvað fyrir sinn snúð með heimsókninni. Slík viðurkenning er því mikil hvatning til að halda uppbyggingu Víkingaheima áfram og gera betur í dag en í gær,“ segir Valgerður. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því Víkingheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sýningar hafa verið endurnýjaðar og uppfærðar.

Gestum fjölgar jafnt og þétt

Þær fimm sýningar sem nú eru í húsinu, með víkingaskipið Íslending í forgrunni, hafa fengið mikið lof ferðamanna og kynningarfyrirtækja. Gestum hefur að sama skapi fjölgað jafnt og þétt. Árið 2010 voru þeir 8500 en árið 2013 voru þeir orðnir 20.800. Það sem af er þessu ári hefur erlendum gestum enn fjölgað í hverjum mánuði og því má reikna með að nýtt aðsóknarmetið verði slegið þetta árið einnig. Valgerður segir það ánægjuleg tíðindi að gestum fjölgi en það sé ennþá mikilvægara að upplifun gestanna sé góð og þeir fari ríkari út en þeir komu inn.