Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vikan í myndum á vf.is og öflugri fréttaþjónusta um helgar
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 02:31

Vikan í myndum á vf.is og öflugri fréttaþjónusta um helgar

Víkurfréttir eru að efla fréttaþjónustu á vef Víkurfrétta, www.vf.is, um helgar. Nú standa blaðamenn vaktir alla daga vikunnar og gera sitt besta til að miðla þeim fréttum, sem gerast um helgar, strax á netið.

Einnig höfum við þá nýbreytni á vef Víkurfrétta að í vikulokin eru teknar saman helstu fréttamyndir vikunnar af Suðurnesjum og þær settar upp í gallerýi með skýringartextum inn á ljósmyndasafni Víkurfrétta. Þetta köllum við “Vikan í myndum á vf.is”.

Lestur á vefnum hefur verið að aukast undanfarnar helgar og við bregðumst við því með því að tryggja stöðugra flæði frétta inn á vefinn alla daga vikunnar, frá mánudagsmorgni til sunnudagskvölds.

Hér má m.a. sjá vikuna í myndum á vf.is:


/ljosmyndir/safn/711/1/default.aspx

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024