Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Vígvöllur á vegi í gegnum kríuvarp
Dauður kríuungi á veginum við Norðurkot. VF-mynd: HIlmar Bragi
Mánudagur 9. ágúst 2021 kl. 17:37

Vígvöllur á vegi í gegnum kríuvarp

Þjóðvegurinn í gegnum kríuvarpið við Norðurkot nærri Sandgerði er eins og vígvöllur. Þar eru tugir dauðra kríuunga og þeim fjölgar dag frá degi. Nýfleygir ungar átta sig ekki á hættunni sem felst í umferðinni um veginn og þá er ekið alltof hratt á þessum stutta kafla þar sem ungarnir sækjast í að vera á heitu malbikinu.

Þó hugasanlega sé seint í rassinn gripið þá hvetja fuglaáhugamenn yfirvöld til að setja upp merkingar og hindranir á veginum við Norðurkot til að draga úr hraða þessa síðustu daga áður en krían yfirgefur landið og fer til vetursetu suður í höfum. Ennþá sé þó nokkuð af lítt fleygum ungum sem sækja í hita frá malbikinu eru seinir að bregðast við bílum sem aka hratt í gegnum svæðið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld verður fjallað nánar um kríuvarpið og ýmsa aðra fugla sem venja komur sínar til Suðurnesja.