Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vígsluskóflan og myndir frá baráttunni til sýnis í Sparisjóðnum í Keflavík
Fimmtudagur 8. maí 2003 kl. 13:02

Vígsluskóflan og myndir frá baráttunni til sýnis í Sparisjóðnum í Keflavík

- fyrsti áfanga fagnað og lokaorrustan undirbúin.

Á mánudaginn var skóflunni góðu sem áhugahópur fyrir öruggri Reykjanesbraut afhenti Sturlu Böðvarssyni 11. janúar 2001 komið fyrir í anddyri Sparisjóðsins í Keflavík. Einnig geta gestir og gangandi séð myndir frá starfi hópsins sem stofnaður var í lok ársins 2000 ásamt sögu Reykjanesbraut „hinnar fyrri“ eins og einn úr hópnum orðaði það. Það var Sigrún Ásta forstöðumaður Byggðarsafnsins sem tók þann texta saman.Eins og bæjarbúar muna eftir afhendi Sturla Böðvarsson áhugahópnum skófluna til varðveislu í hófi í Stapa eftir að fyrsta skóflustungan var tekin þann 11. janúar s.l. eða sléttum tveimur árum eftir að hafa fengið hana í hendur. Lofaði áhugahópurinn að koma henni fyrir á góðum stað og hefur með þessu staðið við loforðið.
„Við viljum að skóflan sé tákn um þá samstöðu sem Suðurnesjamenn hafa sýnt í þessu máli um leið og við minnum á að enn er eftir að klára málið, „sagði Steinþór Jónsson formaður áhugahópsins. „Það er gaman að horfa yfir farin veg og minnast þeirra aðgerða sem íbúar og þingmenn svæðisins hafa lagt á sig til að fylgja málinu eftir. Nú liggur fyrir ákvörðun um að fyrsti áfanginn verði um helmingur af leiðinni og því ákvörðun um seinni hlutann eftir. Okkar krafa til yfirvalda er að ákvörðun um lok framkvæmda verði tekin þegar á þessu ári og að framkvæmdum ljúki að fullu á næstu tveimur árum. Þetta er verkefni hópsins í dag með stuðningi íbúa.“ sagði Steinþór.

Sparisjóðurinn í Keflavík er einn af styrktaraðilum verkefnisins og sögðu fulltrúar áhugahópsins framlög fyrirtækja og einstaklinga skipta hundruðum þúsunda króna og hafa þessi framlög skipt miklu í baráttunni hingað til.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024