Vígsluafmæli Ytri-Njarðvíkurkirkju
- á sumardaginn fyrsta.
Í tilefni 35 ára vígsluafmælis Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. apríl n.k., sumardaginn fyrsta, verður boðið til kaffisamsætis að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11. Systrafélag kirkjunnar mun formlega afhenda höfðinglega gjöf til kirkjunnar. Allir velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í guðsþjónunni þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn organista kirkjunnar. Einnig að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar að henni lokinni.