Vígsla tvöfaldrar Reykjanesbrautar í dag
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, mun í dag opna síðasta kaflann í tvöföldun Reykjanesbrautar við Stapahverfi í Reykjanesbæ og vígja þar með tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Að vígslu lokinni verður umferð hleypt á þenna síðasta kafla.
Athöfnin fer fram á veginum við mislæg gatnamót við Stapahverfi kl. 14:00. Að henni lokinni, eða um kl. 14:30, býður Vegagerðin og Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut í samsæti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og eru allir velkomnir. Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna og fagna þessum merka áfanga í samgöngumálum svæðisins.