Vígsla Reykjanes Express í dag
Formleg vígsla Reykjanes Express áætlunarinnar verður í dag. Árni Sigfússon bæjarstjóri mun fylgja áætluninni úr hlaði sem hefst að fullu mánudaginn 27. ágúst. Reykjanes Express er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, SBK, Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar þar sem lagt er upp með aukið þjónustustig og mikla fargjaldalækkun fyrir skólafólk í Reykjanesbæ sem sækir framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Öðrum sveitarfélögum hefur einnig verið boðið að koma að verkefninu.
Afsláttarverð pr. nemenda er kr. 350 en það verð er innifalið í leigugjaldi þeirra nemenda sem búa á Keilissvæðinu. Hér er um verulega lækkun á fargjaldi að ræða sem er tilraun til að fjölga farþegum en hún verður endurskoðuð um áramót.
Öðrum sveitarfélögum hefur einnig verið boðið að koma að verkefninu.
Afsláttarverð pr. nemenda er kr. 350 en það verð er innifalið í leigugjaldi þeirra nemenda sem búa á Keilissvæðinu. Hér er um verulega lækkun á fargjaldi að ræða sem er tilraun til að fjölga farþegum en hún verður endurskoðuð um áramót.