Vígsla nýja leikskólans

Boðið var upp á dýrindis veitingar innan fjögurra veggja skólans og Guðmundur Emilsson menningarfulltrúi, sá um tónlistarflutning ásamt félögum sínum. Einar Njálsson, bæjarstjóri og verðandi leikskólastýra, Hulda Jóhannesdóttir fluttu stuttar ræður. Albína Unndórsdóttir, leikskólastýra leikskólans við Dalbraut, var við vígsluna og afhenti Huldu gjöf með ósk um farsælt starf.
Fyrirtækið Nýsir er eigandi hússins og Ístak er byggingaraðila þess. Starfsmaður Ístaks afhenti Nýsismönnum mynd af fyrstu skóflustungunni, við þetta tækifæri og skóflu til minja um gott samstarf.
Þess má geta að leikskólinn Hjallatún í Reykjanesbæ verða formlega opnaður nú á miðvikudaginn.