Vigdís Finnbogadóttir kenndi frönsku í Keflavík
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og núverandi velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO, kenndi grunnskólabörnum í Keflavík frönsku í gær. Kennslan fór fram í frönskustofu Fjölbrautaskóla Suðurnesja en Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fer með framkvæmd verkefnisins fyrir hönd Háskóla Íslands. Um tuttugu börn af Suðurnesjum sóttu kennsluna.
Auk Vigdísar munu þau Gérard Lemarquis og Jórunn Tómasdóttir kenna hópnum en annað námskeið verður haldið 20. október.
Samkvæmt upplýsingum frá miðstöðinni er tilgangurinn að kenna börnunum gagnlegan orðaforða og er lögð áhersla á málnotkun í daglegu lífi. Leikir, sögur, söngvar og annað sem höfðar til barna er uppistaðan í kennslunni.
Auk Vigdísar munu þau Gérard Lemarquis og Jórunn Tómasdóttir kenna hópnum en annað námskeið verður haldið 20. október.
Samkvæmt upplýsingum frá miðstöðinni er tilgangurinn að kenna börnunum gagnlegan orðaforða og er lögð áhersla á málnotkun í daglegu lífi. Leikir, sögur, söngvar og annað sem höfðar til barna er uppistaðan í kennslunni.