Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viðvörunarkerfi stöðvaði innbrot á Iðavöllum
Fimmtudagur 30. maí 2002 kl. 08:55

Viðvörunarkerfi stöðvaði innbrot á Iðavöllum

Tilraun var gerð til innbrots inn á matsölustað við Iðavelli um miðnættið í nótt. Að sögn Sigurðar Bergmann, varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík er talið að þjófarvarnarkerfi hafi fælt þjófana sem voru á bak og burt þegar lögregla mætti á vettvang. Að sögn starfsmanns matsölustaðarins var engu stolið og skemmdir voru óverulegar.Öryggiskerfið fór í gang þegar þjófarnir reyndu að spenna upp glugga á matsölustaðnum. Málið er í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024