Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurlög við hundaskít
Föstudagur 8. maí 2009 kl. 13:48

Viðurlög við hundaskít


Reikna má með að tekið verði harðar á hundaeigendum í Reykjanesbæ sem ekki hirða upp úrganginn eftir hunda sína. Unnið er að gerð nýrrar lögreglusamþykktar fyrir bæjarfélagið og kom hún til fyrri umræðu í bæjarstjórn á þriðjudaginn þar sem hugmyndir í þessa veru voru reifaðar.

Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði mikið kvartað yfir hundaskít og lausagöngu hunda á göngustígum bæjarins en slíkt ætti ekki að eiga sér stað. Þá væri einnig kvartað yfir þessu á opnum svæðum þar sem hundar væru látnir ganga lausir og gerðu þarfir sínar á svæðum sem börn sæktu í til leikja.
Hundahald hefur aukist stórlega í bæjarfélaginu á síðustu árum. Því miður virðast sumir hundaeigendur ekki fara eftir reglum og sagði Björk að horft yrði til þess við gerð lögreglusamþykktarinnar. Hugsanlega mega því hundaeigendur eiga von á sektarviðurlögum hirði þeir ekki upp eftir hunda sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024