Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilega garða í Vogum
Mánudagur 19. ágúst 2002 kl. 11:15

Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilega garða í Vogum

Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur lagt til tilnefningar varðandi tilnefningu umhverfisverðlauna 2002. Nefndin leggur til að eftirfarandi garðar fái verðlaun:



a) Aragerði 18 fyrir glæsileika, gott samræmi, nútímalegan stíl og snyrtimennsku í hvívetna. Eigendur Hafrún Marísdóttir og Helgi Samsonarson.

b) Hvammsdalur 13, fyrir að ljúka nánast framkvæmdum við lóð og leggja drög að mjög fallegum garði á ótrúlega stuttum tíma. Eigendur Guðbjörg Þórarinsdóttir og Bjarni Antonsson.

c) Hólagata 4, fyrir árangur í garðrækt við erfið veðurskilyrði. Eigendur Guðrún Kristmannsdóttir og Klemens Sæmundsson.

Hreppsnefnd í Vogum hefur samþykkt tilnefningar umhverfisnefndar og verða viðurkenningar afhentar á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024