Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenningar veittar fyrir fyrirmyndar garða í Reykjanesbæ
Föstudagur 8. júlí 2005 kl. 11:53

Viðurkenningar veittar fyrir fyrirmyndar garða í Reykjanesbæ

Í gær voru afhentar viðurkenningar fyrir þá garða sem þykja bera af í sveitarfélaginu og til fyrirtækja fyrir snyrtilegan frágang á húsum og lóðum. Í ræðu sinni í gær sagði Björk Guðjónsdóttir að þetta væri ekki síður gert til að vekja athygli bæjarbúa á því sem vel er gert í þessum málum og að hvetja alla til eftirbreytni.

Að þessu sinni voru fleiri fyrirtæki að fá viðurkenningar en áður. „Það er   mjög ánægjulegt að sjá hvað eigendur fyrirtækja í bæjarfélaginu eru orðnir meðvitaðir um,  að viðhafa snyrtimennsku í sínu vinnuumhverfi. Nú má víða sjá í bænum að verið er að vinna að endurbótum á atvinnuhúsnæði.  Þessi hugarfarsbreyting er til sóma og ímynd fólks á þeim rekstri sem fram fer í snyrtilegu umhverfi hlýtur að vera jákvæðari.  Sóðaskapur og kæruleysi um nánasta umhverfi fyrirtækja á ekki að líðast lengur, hvort sem fyrirtækið er staðsett í iðnaðarhverfi eða annarsstaðar,“ sagði Björk

„Reykjanesbær hefur unnið markvist á þessu kjörtímabili að því að breyta ásýnd bæjarins með miklum umhverfisbótum. Jafnframt var hrinta á stað  hreinstunarátaki sem hefur verið unnið í samvinnu við Bláa herinn.  Sumum kann að virðast sem því fjármagni sem varið er til umhverfismála væri betur varið í önnur verkefni. En hugsum málið örlítið. Með breyttri bæjarmynd hefur Reykjanesbær öðlast betri og jákvæðari ímynd í hugum landsmanna. Einnig hafa umhverfisbreytingarnar góð og jákvæð áhrif í bænum. Öruggara og betra gatnakerfi ásamt göngu- og hjólastígum gera útivistarmöguleika fjölskyldna  í bæjarfélaginu mun ánægilegri og þannig aukum við lífsgæði okkar til muna. Nú þegar erum við farin að sjá að hingað vill fólk flytja í gjörbreytt  og fjölskylduvænt samfélag,“ sagði Björk um umhverfisbæturnar.

Enn fremur sagði Björk það vera á ábyrgð íbúanna að hugsa vel um nánasta umhverfi sitt og með því gerast þátttakendur í að gera Reykjanesbæ enn glæsilegri og áhugaverðari bæ, en hann væri nú þegar. Þeir sem tóku við viðurkenningunum í gær væru því til fyrirmyndar í þeim efnum.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024