Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenningar fyrir fegurstu garðana afhentar
Þriðjudagur 30. júlí 2002 kl. 09:13

Viðurkenningar fyrir fegurstu garðana afhentar

Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Reykjanesbæjar voru afhentar á Bátasafni Gríms sl. miðvikudag. Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar afhenti viðurkenningarnar sem að þessu sinni fóru til eigenda tveggja íbúðarhúsa og eins fyrirtækis.
Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar valdi fallegustu garðana en þeir studdust m.a. við ábendingar frá íbúum bæjarins en að sögn Björk var um einróma álit að ræða.
Guðveig Sigurðardóttir og Guðmundur B. Guðbjörnsson íbúar á Freyjuvöllum 3 fengu viðurkenningu fyrir vandaðan og fallegan frágang á húsi og lóð. Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir go Ómar Björnsson fengu einnig viðurkenningu fyrir vandaðan og fallegan frágang á húsi og lóð að Lyngmóa 15. Að lokum hlaut Fiskval ehf. til húsa að Iðavöllum 13 viðurkenningu fyrir snyrtilegt athafnasvæði og góðan frágang á iðnaðarhúsnæði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024