Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenning Stopp-hópsins varðveitt í ráðhúsinu
Stopp-hópurinn afhenti Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, viðurkenningarskjal sitt til varðveislu. VF-mynd/dhe
Fimmtudagur 19. janúar 2017 kl. 06:00

Viðurkenning Stopp-hópsins varðveitt í ráðhúsinu

Stopp-hópurinn, sem barist hefur fyrir úrbótum á Reykjanesbraut, var á dögunum valinn Suðurnesjamenn síðasta árs að mati Víkurfrétta. Viðurkenningarskjal sem hópurinn hlaut af því tilefni var afhent Reykjanesbæ til varðveislu í gær. Hópurinn var stofnaður á Facebook og eru meðlimir um 16.000 talsins. 

Viðurkenningarskjalinu verður fundinn staður uppi á vegg í þjónustuveri Reykjanesbæjar í ráðhúsinu við Tjarnargötu þar sem gestir og gangandi geta lesið það. Reykjanesbæ var afhent viðurkenningarskjalið til að sýna þakklæti fyrir samstarf í baráttu fyrir úrbótum á Reykjanesbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024