Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenndir eftirlitsmenn flugverndar á Íslandi, í Noregi og í löndum Evrópubandalagsins
Mánudagur 23. janúar 2006 kl. 15:14

Viðurkenndir eftirlitsmenn flugverndar á Íslandi, í Noregi og í löndum Evrópubandalagsins

Helga Haraldssyni aðalvarðstjóra hjá öryggissviði Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Guðjóni Atlasyni, eftirlitsmanni hjá Flugmálastjórn Íslands, var þann 17. janúar veitt viðurkenning sem eftirlitsmaður með framkvæmd flugverndar á flugvöllum á Íslandi og Noregi eftir að hafa lokið bóklegu námi í Brussel og verklegu prófi á Keflavíkurflugvelli. Réttindin ná einning til skoðunnar á völlum Evrópubandlagsins í samvinnu við bandalagið.

Nýjar hertar flugverndarreglur Evrópubandalagsins tóku gildi á Íslandi í mars í fyrra en höfðu áður tekið gildi í Noregi sem gera ráð fyrir því að eftirlitsmenn á vegum Eftirlitsstofnunar Fríverslunar Samtaka Evrópu (EFTA Surveilance Authority) taki út flugverndarmál í löndunum sem reglugerðin nær til.

Mynd: T.v. Thor Bjordal, leiðbeinandi frá ESA, Helgi Haraldsson, Guðjón Atlason og Camilla Rise, leiðbeinandi frá ESA.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024