Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 30. nóvember 2003 kl. 15:29

Viðurkenndi innbrot í íbúðarhús

Karlmaður innan við tvítugt var handtekinn í Reykjanesbæ í gær vegna gruns um innbrot í Keflavík í fyrrinótt. Hann viðurkenndi að hafa brotist inn í húsið, en húsráðandi veitti honum eftirför um nóttina. Þjófurinn komst þá undan en húsráðandi gat lýst honum fyrir lögreglu. Þjófinum var sleppt eftir að hann viðurkenndi innbrotið fyrir lögreglu. Hann hafði tekið muni úr húsinu um nóttina en kastaði þeim frá sér þegar hann varð húsráðanda var.
Þá kom í ljós innbrot í íbúðarhús í Keflavík í gærdag, en eigendur hússins hafa verið að heiman síðustu daga. Umsjónarmaður hússins greindi lögreglu frá innbrotinu í gær, en hann hafði ekki komið inn í húsið í sex daga. Innbrotið virðist hafa átt sér stað á þessu tímabili. Fjölmörgum hlutum var stolið úr húsinu. Þá var Chrysler-bifreið, sem var geymd í bílskúr, horfin. Númer hennar er EP-711 og eru þeir sem vita um bifreiðina beðnir að hafa samband við lögreglu í Reykjanesbæ í síma 420-2450.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024