Viðtal: Gátum ekki flúið það sem við sáum
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var mikið í fréttum hér heima á Íslandi fyrir fáeinum vikum þegar sveitin fór í björgunarleiðangur niður til Haítí þar sem öflugur jarðskjálfti lagði höfuðborgina og næstu bæjarfélög í rúst og talið er að um 200.000 manns hafi farist í þessum öflugu náttúruhamförum.
Hlutirnir gengu hratt fyrir sig á Íslandi í kjölfar skjálftans og á innan við hálfum sólarhring var flugvél farin í loftið frá Íslandi með 37 manna þrautþjálfaða björgunarsveit og allan hennar búnað. Björgunarsveitin millilenti í Bandaríkjunum til að taka eldsneyti og hélt síðan áfram niður til Haítí í Karabíska hafinu og varð, þó ótrúlegt megi virðast, fyrsta björgunarsveitin sem kom til eyjunnar eftir hamfarirnar sem höfðu gengið yfir.
Tveir félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes fóru utan með alþjóðasveitinni og einn meðlimur í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Víkurfréttir tóku hús á þeim Halldóri Halldórssyni og Haraldi Haraldssyni úr Reykjanesbæ nú á dögunum og ræddu við þá um lífsreynsluna að koma til hamfarasvæða eins og á Haítí.
Viðtalið við Halldór og Harald hér (.pdf)