Víðtæk samstaða um verkefni er styrkja lesskilning og jákvæða hegðun í Reykjanesbæ
Viðtæk samstaða er á meðal foreldra og skólafólks í Reykjanesbæ um að bæta lesskilning og lestur- þetta kom m.a. fram á íbúafundi með bæjarstjóra í Keflavík. Í máli Árna bæjarstjóra kom fram að grunnskólar og leikskólar vinna skipulega í þessu og rannsóknir sýna að börnum líður vel í skólanum. Stutt væri við málörvun og lestrarumhverfi strax á fyrstu árum í leikskólanum og mjög öflugt starf væri unnið á þessu sviði sem þætti til fyrirmyndar. Þessi vinna hófst með svonefndu Lestrarmenningarverkefni 2003-2006. Árni sagði að verkefnið “Læsi til framtíðar” væri keyrt í öllum skólum. Viðfangsefnið beindist að því að auka lestrarfærni nemenda og kenna nemendum sérstakar aðferðir sem þótt hafa styðja við lesskilning. Þá er PBS verkefnið mjög öflugt í skólunum sem varðar jákvæðan hegðunarstuðning.
Árni sagði að samræmd landspróf hafi einnig sýnt að Heiðarskóli í Reykjanesbæ hefur ítrekað verið í efstu sætum á meðal grunnskóla landsins og aðrir skólar í bænum sækja á. Úrvinnsla úr Pisa rannsóknunum og niðurstöðum samræmdra prófa, sem ekki komu vel út fyrir flesta skólana, stendur nú yfir og verður fylgt eftir í skólunum. Árni sagði að mikið álag væri á sérfræðiþjónustu en þjónustan væri mjög vel mönnuð og starfsmenn gæfu ekkert eftir.
Árni taldi óhætt að fullyrða að þjónusta Reykjanesbæjar á sviði forvarna og sérfræðiþjónustu væri hátt skrifuð á meðal sveitarfélaga og bæri áhugi sérfræðinga og skólafólks á upplýsingum og fyrirlestrum um tilhögun þess glöggt vitni.