Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 2. febrúar 2000 kl. 08:48

Víðtæk leit gerð að ungum manni á Suðurnesjum

Víðtæk leit er nú gerð að ungum manni á Suðurnesjum sem hefur verið saknað í nokkra daga. Maðurinn heitir Davíð Þór Kristjánsson og hefur ekkert spurst til ferða hans síðan 21:30 á mánudagskvöld. Um 50 manns hafa leitað hans á svæðinu kringum Garð frá því í tvö í nótt. Björgunarsveitin Ægir í Garði stendur fyrir leitinni og eiga þeir von á 40 - 50 mönnum til viðbótar í leitina á næstu klukkustundum, þar á meðal bátum og köfurum frá Reykjavík. Morgunblaðið á Netinu greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024