Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðskipti og menning frá austri til vesturs
Helgi Steinar Gunnlaugsson
Þriðjudagur 5. desember 2017 kl. 16:04

Viðskipti og menning frá austri til vesturs

Fyrirtækjasvið MSS býður upp á hádegisviðburð í Krossmóa 4a á morgun, 6. desember, kl. 12, en þar mun Helgi Steinar Gunnlaugsson fjalla um atvinnustarfsemi og mismunandi vinnuhefðir og menningu milli landa.
Helgi er með BA í kínverskum fræðum og MA í alþjóðasamskiptum og mun fjalla um efnið í víðu samhengi en þó með áherslu á Bandaríkin, Bretland og Kína þar sem Helgi hefur bæði stundað nám og vinnu.

Viðburðurinn fer fram á fimmtu hæð í Krossmóa og boðið verður upp á léttan hádegisverð. Fyrirlesturinn verður með „uppistands-ívafi“ þar sem hlátur, gleði og fræðsla blandast saman. Skráning á viðburðinn fer fram á heimasíðu MSS og Facebook síðu þeirra.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024