Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viðskiptaráðherra boðar til fundar um neytendamál
Miðvikudagur 10. september 2008 kl. 16:01

Viðskiptaráðherra boðar til fundar um neytendamál

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, heldur opinn fund á Flughóteli í kvöld kl. 20:00. Fundurinn er hluti af fundarherferð ráðherra undir yfirskriftinni Aukin neytendavernd – allra hagur.



Í kynningu frá ráðuneytinu segir að síðan ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmu ári hafi verið unnið að því að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins. Einn liður í þeirri uppbyggingu hafi verið útgáfa skýrslunnar Ný sókn í neytendamálum, staða neytenda á Íslandi sem unnin var af þremur stofnunum Háskóla Íslands. Til að fylgja því starfi eftir og leita samstarfs við fólk um allt land hafi  viðskiptaráðherra lagt í fundarherferð um neytendamál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Neytendamál snerta alla íbúa landsins og því mikilvægt að sem flestum gefist kostur á að láta sín sjónarmið í ljós og þannig taka virkan þátt í stefnumótun á þessu sviði. Markmið fundanna er hvoru tveggja að kynna það stefnumótunarstarf sem þegar hefur farið fram og að kalla eftir sjónarmiðum fólks um allt land. Fjölmargir góðir gestir munu leggja Björgvin G. Sigurðssyni lið, til að mynda fulltrúar allra þingflokka á alþingi og ýmsir framámenn á sviði neytendamála,“ segir í tilkynningu.



Ræðumenn kvöldsins verða, auk Björgvins, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur.