Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðskiptanefnd Alþingis ræðir málefni Sparisjóðsins í Keflavík
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 09:28

Viðskiptanefnd Alþingis ræðir málefni Sparisjóðsins í Keflavík

Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 11 til að ræða stöðu sparisjóðanna. Lilja Mósesdóttir, formaður nefndarinnar, kallaði saman fundinn eftir ósk Eyglóar Harðardóttur.

„Það er mikilvægt að fá á hreint hver staða viðskiptavina og starfsfólks verður eftir að stofnaðir hafa verið nýir sparisjóðir á grunni þeirra gömlu og hverjar voru forsendurnar fyrir að því að kröfuhafar höfnuðu eða svöruðu ekki tilboði ríkisins.

Ég vil einnig benda á í ljósi athugasemdar í frétt á vf.is um að stofnfjáreigendur tapi öllu sínu, þá lág það fyrir strax í sumar þegar lagabreytingar var samþykkt af stjórnarliðum um að skrifa mætti niður stofnfé. Áður hafði ekki verið heimild í lögum til að færa niður stofnfé, enda litið á stofnfé sem svipaða og innistæðu,“ sagði Eygló í samtali við Víkurfréttir í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024