Viðskiptafræðinemar á Bifröst vinna verkefni fyrir Reykjanesbæ
Nú standa viðskiptafræðinemar á Bifröst fyrir verkefnavinnu fyrir Reykjanesbæ. Aðaláhersla verkefnisins er að kanna það hvernig Reykjanesbær getur bætt starfsmannamál sín en bærinn kom illa út úr hinu svokallaða Bertelmannsprófi sem tekið var í nokkrum bæjum á Norðurlöndum fyrir skömmu.Nemendurnir munu kynna sér starfsmannamál Reykjanesbæjar og verður gaman að fylgjast með hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða. Það eru viðskiptafræðinemar af Bifröst í samstarfi við Suðurnesjamenn og aðra nemendur af landinu sem standa fyrir verkefninu en aðstaða þeirra er í Bókasafni Reykjanesbæjar.