Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðskiptaáætlun Menningarseturs að Útskálum styrkt
Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 12:55

Viðskiptaáætlun Menningarseturs að Útskálum styrkt

Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt að veita 160 þúsund krónum til útgáfu viðskiptaáætlunar vegna Menningarsetursins að Útskálum. Á fundi Bæjarráðs Garðs fyrir helgi var tekið fyrir erindi frá Menningarsetrinu að Útskálum ehf. um styrk vegna útgáfu viðskiptaáætlunar sem er sögð vera mjög myndarlegt rit, þar sem saga staðarins er rakin.

Rætt er um tækifæri og uppbyggingaráætlun fyrir staðinn í viðskiptaáætluninni. Rekstraráætlun sett fram. Rætt er um kynningar-og auglýsingamál ásamt fleiri þáttum viðkomandi Útskálum.

Það er mjög áhugaverð hugmynd að byggja upp menningar- og fræðasetur að Útskálum, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs. Það verða örugglega margir sem vilja koma að því verefni, segir jafnframt. „Lagt er af stað með metnaðarfulla uppbyggingu að Útskálum“, segir í viðskiptaáætluninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024