Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðruðu lögregluhundinn Buster með góðum árangri
Þriðjudagur 1. september 2020 kl. 10:05

Viðruðu lögregluhundinn Buster með góðum árangri

Þegar verið var að viðra leitarhund lögreglunnar á Suðurnesjum, Buster, um helgina á vegslóða við Reykjanesbraut vakti hann athygli lögreglumanns á bifreið sem stóð kyrrstæð á slóðanum. Buster merkti álpappír við bifreiðina og svo hana sjálfa. Ökumaður hennar var ekki par hrifin af afskiptunum enda kom í ljós að hann var með kannabisefni í vörslum sínum. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Annar ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist jafnframt vera með fíkniefni, vopn og þýfi í bifreiðinni. Um var að ræða hnúajárn og kylfu annars vegar og m.a. tvö rafmagnshlaupahjól, tölvu og ipad hins vegar. Í ljós kom að tölvan er úr innbroti sem framið var fyrr á árinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gærmorgun var svo tilkynnt um að brotist hefði verið inn í fjóra gáma á byggingarsvæði í Njarðvík. Ekki er ljós hvort eða þá hve miklu var stolið úr þeim.