Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viðreisn stofnar félag í Reykjanesbæ
Stjórnarfólk í fyrstu stjórn Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 3. janúar 2019 kl. 15:42

Viðreisn stofnar félag í Reykjanesbæ

Stofnað hefur verið félag stjórnmálaaflsins Viðreisnar í Reykjanesbæ. Arnar Páll Guðmundsson var kjörinn formaður, Jasmina Cranc er varaformaður og Ingigerður Sæmundsdóttir er ritari. „Það er með mikilli gleði og tilhlökkun að við tilkynnum ykkur að nýverið var stofnað félag Viðreisnar í Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu frá nýstofnuðu félagi.

Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosin stjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var gestur fundarins og ávarpaði hann og sagði meðal annars frá stefnumálum Viðreisnar þegar kemur að landsbyggðinni. Þorgerður nefndi einnig að Viðreisn mun leggja áherslu á hag landsbyggðarinnar við ákvarðanatöku og styðja uppbyggingu á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið félagsins er að taka þátt í hinni pólitísku umræðu um málefni sveitarfélagsins og Suðurnesja í heild. Á þessum vettvangi sé stefna félagsins að vera virkt og vakandi yfir þeim verkefnum sem Suðurnesin standa frammi fyrir hverju sinni og láta almannahagsmuni ávallt ganga framar sérhagsmunum.

„Stjórn félagins mun halda kjörnum fulltrúum við efnið og leggja áherslu á að skapa umræðuvettvang um málefni Reykjanesbæjar og ræða þau verkefni og áherslur sem eru ríkjandi hverju sinni. En á sama tíma setja á dagskrá þau mál sem snerta hag íbúa bæjarins og taka þátt í umræðunni um bestu lausnirnar.

Við í Viðreisn munum leggja okkur fram í að taka þátt og efla umræðu um það sem skiptir máli til að gera samfélag okkar betra. Við ætlum að vera frjálslynd, stuðla að jafnrétti og berjast fyrir almannahagsmunum.

Við hvetjum áhugsamt fólk um starfssemi Viðreisnar í Reykjanesbæ að hika ekki við að hafa samband því framundan eru skemmtilegir tímar í pólitíkinni. Þau sem hafa hug á að taka þátt í starfi Viðreisnar geta gerst félagar með því að skrá sig á www.vidreisn.is eða haft samband við okkur á netfangið [email protected],“ segir að lokum í tilkynningunni.