Viðrar vel við setningu Ljósanætur
Það viðrar vel við setningu Ljósanætur 2008 en athöfnin verður við Myllubakkaskóla nú kl. 11. Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir hægri vestanátt og léttskýjuðu að mestu í dag, en skýjuðu með köflum á morgun. Hiti 10 til 16 stig, en sums staðar vægt næturfrost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðvestan 8-13 m/s og súld með köflum vestanlands, en ananrs 3-8 og víða bjartviðri. Hiti yfirleitt 8 til 14 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Sunnan 5-10 m/s og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en yfirleitt bjartviðri norðaustan til. Milt veður.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustlæg átt með vætu víða um land, en úrkomulítið um norðvestan til. Áfram milt í veðri.