Viðrar vel til norðurljósa næstu kvöld
Það mun viðra vel til norðurljósaskoðunar næstu kvöld. Heiðskírt verður yfir Reykjanesskaganum. Á vef Veðurstofu Íslands má sjá norðurljósaspá þrjá sólarhringa fram í tímann og samkvæmt henni verður ljósaveisla næstu daga.
Í kvöld, mánudagskvöld, verður talsverð virkni norðurljósa og sömu sögu er að segja fyrir annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn er síðan mikil virkni norðurljósa í kortunum og heiðskírt yfir öllu landinu.