Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:36

VIÐRÆÐUR VIÐ VERKAFL UM FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS

Öllum níu tilboðunum í byggingu og rekstur fjölnota íþróttahúss var hafnað en meirihluti dómnefndar leggur til að efnt verði til skýringarviðræðna um þriðja tilboð Verkafls hf. „Við gerum okkur góðar vonir um að ná nýjum samningum en því er ekki að leyna að það voru okkur mikil vonbrigði hvað tilboðin voru óhagstæð og há“, sögðu þeir Þorsteinn Erlingsson, formaður dómnefndar og Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar en þeir áttu báðir sæti í dómnefnd auk Kristmundar Ásmundssonar frá minnihluta en hann skilaði séráliti við afgreiðsluna en var einnig sammála því að hafna öllum tilboðunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024