Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðræður um varnarmálin í strand?
Miðvikudagur 2. júlí 2003 kl. 12:52

Viðræður um varnarmálin í strand?

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að ekki sé hægt að túlka orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í kvöldfréttum Sjónvarps í gær öðruvísi en svo að mikið beri í milli í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og að þær hafi siglt í strand. Hann segir að samningamenn Íslands hljóti að reyna að vinna á bak við tjöldin að lausn málsins og koma formlegum samningaviðræðum í gang. Málið leysist augljóslega ekki í formlegum viðræðum heldur verði að gera það á bak við tjöldin. Svo virðist sem Bandaríkjastjórn hlusti alls ekki á kröfur Íslendinga.Hvorki Davíð né Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa gefið efnislegar yfirlýsingar um stöðu viðræðnanna eftir fund viðræðunefnda landanna í Reykjavík á dögunum en Davíð rauf þögnina í fréttum sjónvarps í gær. Hann sagði að engin ástæða væri til að halda annan fund meðan báðar þjóðir sitji fast við sinn keip. Hann vildi þó ekki útiloka að af viðræðum geti orðið innan tíðar finni menn flöt sem líklegt sé að leiði til niðurstöðu. Bandaríkjamenn telji sig geta tryggt varnir úr meiri fjarlægð en íslensk stjórnvöld telji boðlegt. Ríkisútvarpið greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024