Viðræður um Keflavík hefjast um áramót
Viðræður Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á samkomulagi ríkjanna um viðbúnað í varnarstöðinni í Keflavík munu hefjast í kringum áramótin, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, en þetta kemur fram á vef mbl.is.
Í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Prag átti Halldór samtöl bæði við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Joseph Ralston, yfirmann Evrópuherstjórnar NATO, um stöðu Keflavíkurstöðvarinnar. Í nýju herstjórnarskipulagi NATO mun stöðin heyra undir Evrópuherstjórnina.
Halldór segir að Bandaríkjamenn vilji hefja viðræður um samkomulag ríkjanna um viðbúnaðinn í stöðinni í kringum áramótin. Þær áttu að hefjast á síðasta ári en var frestað, m.a. vegna hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin. Utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að fara til fundar við Powell um þau mál í upphafi næsta árs.
Í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Prag átti Halldór samtöl bæði við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Joseph Ralston, yfirmann Evrópuherstjórnar NATO, um stöðu Keflavíkurstöðvarinnar. Í nýju herstjórnarskipulagi NATO mun stöðin heyra undir Evrópuherstjórnina.
Halldór segir að Bandaríkjamenn vilji hefja viðræður um samkomulag ríkjanna um viðbúnaðinn í stöðinni í kringum áramótin. Þær áttu að hefjast á síðasta ári en var frestað, m.a. vegna hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin. Utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að fara til fundar við Powell um þau mál í upphafi næsta árs.