Viðræður um framtíð varnarliðsins hafnar
Viðræður um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hófust í Washington í dag. Íslensk sendinefnd, undir forystu Alberts Jónssonar sendiherra, fór utan á mánudag. Rætt er um mörk íslenskrar og bandarískrar lögsögu á Íslandi sem og það hvernig skipta megi kostnaði við rekstur herstöðvarinnar í Keflavík. Fundir standa fram eftir þessari viku. Kemur þetta fram á vefsíðu Rúv.