Viðræður ganga vel en verkefnið flókið í sameinuðu sveitarfélagi
J-listi Jákvæðs samfélags og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra eru í viðræðum um myndun meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Hvor listi hlaut þrjá menn kjörna í nýafstöðnum kosningum.
Ólafur Þór Ólafsson, oddviti J-lista, sagði viðræður ganga vel en verkefnið væri flókið þar sem verið væri að sameina tvö sveitarfélög og í mörg horn að líta.