Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðkvæmir göngustígar með „grænu“ malbiki
Mánudagur 10. september 2012 kl. 09:57

Viðkvæmir göngustígar með „grænu“ malbiki

Á dögunum var hafist handa við að malbika nýja umhverfisvæna göngu- og hjólastíga við Bakkalág í Grindavík. Athygli hestamanna er vakin á því að þessir nýju stígar eru alls ekki reiðstígar og eru sérstaklega viðkvæmir fyrstu vikurnar.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að búið var að malbika var farið í tvígang með hesta á nýju stígana og voru þeir stórskemmdir fyrir vikið.

Jafnframt var farið með hesta inn á stíga sem var verið að undirbúa fyrir malbikun og þurfti því að leggja talsverða vinnu í að lagfæra þá.

„Vegna lagningu græns malbiks á göngustíga í Grindavík og nágrennis, er vegfarendum stíganna bent á að fara varlega um þá meðan þeir eru að taka sig. Ferlið getur tekið nokkra daga. Sérstaklega er tilmælunum beint til hestamanna og mótorhjólafólks“.

Vakin athygli á því að bannað er að ríða á hestum í gegnum þéttbýli nema á skilgreindum reiðvegum á aðalskipulagi.

Skemmdir á nýlögðum göngustíg eftir hross. Myndir af vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024