Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðhorfskönnun: Bæjarstjórn Garðs kemur illa út
Mánudagur 9. maí 2005 kl. 13:35

Viðhorfskönnun: Bæjarstjórn Garðs kemur illa út

Meirihlutinn í bæjastjórn sveitarfélagsins Garðs fékk ekki jákvæða útkomu í viðhorfskönnun á vf.is.

Alls sögðust um 60% svarenda ekki styðja sitjandi meirihluta en athygli vekur að þátttakendur í könnuninni voru nálægt 1700 sem er töluvert framyfir heildar íbúafjölda Garðs sem var 1322 í lok síðasta árs.

Hvort bæjarmál í Garði hafi vakið svo mikla athygli utan bæjarins skal ósagt látið, en niðurstaða könnunarinnar er afdráttarlaus.

Nú stendur yfir viðhorfskönnun á sveitarstjórnarmálum Vatnsleysustrandarhrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024