Viðhorf eldri borgara kannað í Vogum
Sveitarfélagið Vogar efndi í sumar til viðhorfskönnunar meðal íbúa sveitarfélagsins 67 ára og eldri og eru niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að þessar niðurstöður munu nýtast við stefnumótun sem framundan er í málaflokknum og verður m.a. unnin í samráði við fulltrúa eldri borgara í sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið kann þeim sem brugðust vel við og svöruðu spurningum þeirra sem önnuðust gerð könnunarinnar kærar þakkir fyrir þátttökuna. Sveitarfélagið mun á næstunni boða til almenns kynningarfundar um niðurstöðu rannsóknarinnar ásamt því að fjalla um stefnumótun og frekari mótun starfs eldri borgara.