Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðgerð hafin í Hópinu
Mánudagur 20. febrúar 2023 kl. 07:09

Viðgerð hafin í Hópinu

Viðgerð er hafin á gervigrasinu í Hópinu í Grindavík í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun.

Meirihluti B, D og U-lista í bæjarráði Grindavíkur bókaði m.a. um málið á síðasta fundi. Þar segir m.a.: „Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókun af fundi frístunda- og menningarnefndar var. lögð fyrir á fundi bæjarráðs. Í bókun fulltrúa M-listar við þá bókun segir að fulltrúi M-lista leggur til að það verði farið í það strax að skipta út gervigrasinu í Hópinu.

Meirihluti B, D og U tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar að skoða þann möguleika að skipta gervigrasinu í Hópinu út fyrr en áætlað var. „Viðgerð er hafin á gervigrasinu í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun. Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi. Ákvörðun verður tekin um framhaldið í vinnu við fjárhagsáætlun í haust,“ segir í bókun meirihlutans.