Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðgerð á Reykjanesbraut í dag
Föstudagur 9. júní 2017 kl. 09:36

Viðgerð á Reykjanesbraut í dag

Krýsuvíkurvegi hefur verið lokað tímabundið

Unnið verður að viðgerð á Reykjanesbraut í dag. Vinnusvæðið er á milli Reykjanesbæjar og Straumsvíkur á vinstri akrein til austurs.  Vinnan fer fram frá kl. 9:00 og fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. 

Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg
Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst.
Vegna vinnu við sprengingar á framkvæmdasvæðinu þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða merkingar við vinnusvæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krýsuvíkurvegi hefur verið lokað tímabundið, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan lokun Krýsuvíkurvegar varir (u.þ.b. til 10 júní).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.