Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:07

VIÐGERÐ Á NJARÐVÍKURVEGI KOSTAR HUNDRUÐ ÞÚSUNDA: VEGURINN „SMÁ-MISSKILNINGUR"

Njarðvíkurvegur hefur um nokkurn tíma verið bílstjórum til ama, því honum hefur ekki verið haldið við í þrjú ár og djúpar holur hafa myndast í veginum. Bæjaryfirvöld eiga, samkvæmt samningi við Vegagerðina, að sjá um viðhald á vegum innan bæjarmarka Reykjanesbæjar. Halldór Magnússon, verkstjóri umhverfisdeildar Reykjanesbæjar, sagði að til hefði staðið að loka veginum en nýlega hefði verið tekin ákvörðun um að laga hann. „Það er ekki í okkar verkahring að loka veginum og bæjarstarfsmenn eru nú byrjaðir að laga hann, en verkið kostar hundruði þúsunda”, sagði Halldór. En hvers vegna biðu menn í þrjú ár með að taka ákvörðun um hvort ætti að loka veginum eða gera við hann, og á meðan grotnaði hann niður? Jóhann Bergmann bæjarverkfræðingur sagði að þarna hefði verið um smá misskilning að ræða og það var ekki fyrr en að bæjarbúar kvörtuðu yfir ástandi vegarins að hafist var handa við lagfæringar. „ Samkvæmt aðalskipulagi á að loka báðum leiðunum í Innri-Njarðvík, þ.e. Seylubraut og Njarðvíkurvegi, og í staðinn á að búa til nýjan veg. Þær framkvæmdir eru þó ekki á dagskrá í bili”, sagði Jóhann Bergmann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024