Viðgerð á loka ástæðan fyrir bilun
Varaforði kláraðist úr stórum vatnstönkum
Ástæðan fyrir bilun í vatnslögn á Suðurnesjum í gær er til komin vegna þess að verið var að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi á Njarðvíkuræðinni með lokaskiptum, samkvæmt upplýsingum frá HS veitum. Á meðan var keyrt á forðanum sem geymist í stórum vatnstönkum skammt frá. Að lokinni viðgerð voru tankarnir nánast tómir og þegar vatni var hleypt á aftur og æðin rofnaði, þá var enginn varaforði til staðar.