Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Videomyndir af flugvél að hætta við lendingu í Keflavík
Sunnudagur 27. janúar 2008 kl. 17:36

Videomyndir af flugvél að hætta við lendingu í Keflavík

Flugvél Icelandair sem var að koma til Keflavíkur frá Osló nú kl. 16 varð að hætta við lendingu á austur-vestur flugbraut Keflavíkurflugvallar. Vélin átti eingöngu örfáa metra í flugbrautina þegar vélinni var gefið fullt afl og tekið á loft að nýju. Vélin tók einn hring og lenti svo á annarri flugbraut á Keflavíkurflugvelli.

Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta myndaði aðflug vélarinnar að Keflavíkurflugvelli en aðflugið er yfir byggðina í Njarðvík. Myndband með aðfluginu er komið inn í vefsjónvarp Víkurfrétta.

Hér eru örugglega einstakar myndir, því afar sjaldgæft er að flugvélar þurfi að hætta við lendingu þegar þær eru komnar niður undir flugbraut, hvað þá að atvikið náist á myndband.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024