Video: Viðrar vel til loftárása
Björgunarsveitin Suðurnes stóð fyrir glæsilegri flugeldasýningu nú í vikunni við höfuðstöðvar sveitarinnar í hlíðum Grænásbrekkunnar. Flugeldasýningin verður ekki minni í kvöld á sjálfum áramótunum, enda viðrar vel til loftárása með flugeldum og bombum. Víkurfréttir tóku sýninguna upp á myndband sem er hér meðfylgjandi þessari frétt.
Áramótaveðrið af vef Veðurstofu Íslands:
Veðurhorfur á gamlárskvöld: Suðvestan gola og dálítil él vestantil á landinu. Hæg breytileg átt og víða bjartviðri á austanverðu landinu, en stöku él við ströndina. Frost 0 til 5 stig.
Veður við Faxaflóa til kl. 18 á morgun, nýársdag:
Vestan 5-10 m/s og slydda, en hægari suðvestanátt og úrkomulítið í kvöld. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 13-18 m/s síðdegis. Slydda eða rigning og hlýnandi veður.
Video: Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes. (.mov – 27Mb innlent niðurhal).