Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Útför Rúnars Júlíussonar
Föstudagur 12. desember 2008 kl. 16:34

Video: Útför Rúnars Júlíussonar




Fjölmenni var við útför Rúnars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag. Útförinni var einnig sjónvarpað í Fríkirkjuna í Reykjavík og í DUUShús í Reykjanesbæ, auk þess að vera í beinni útsendingu á einni af hliðarrásum Stöðvar 2.

Margir tónlistarmenn sem tengjast Rúnari léku og sungu við athöfnina. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus sungu. Þá söng Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum. Þá flutti Magnús Kjartansson lag við athöfnina og einnig þeir Jóhann G. Jóhannsson og Bubbi Morthens.

Tónlistarmenn voru fjölmennir við athöfnina en þar mátti einnig sjá Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, ráðherra og alþingismenn.

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir athöfnina í Keflavíkurkirkju en textinn á jakkanum vísar til lags eftir Rúnar Júlíusson sem hann gaf út á plötunni Það þarf fólk eins og þig árið 2002.

Myndskeið frá því þegar kista Rúnars Júlíussonar var borin út úr Keflavíkurkirkju er komið í Vefsjónvarp Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024