Video: Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga
Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði.
Meðal þess sem flutt var um borð voru tvær stórar rafstöðvar og annar búnaður sem verður notaður til að þétta botn skipsins. Það er Árni Kópsson kafari sem hefur fengið það verkefni að þétta skipið. Hann sagði það vera helsta verkefnið að sjóða fyrir rifur á skipsskrokknum.
Þá hefur verið smíðaður stigi utan á skipið til að auðvelda björgunarmönnum að komast um borð. Gert er ráð fyrir að Wilson Muuga verði dreginn á flot um miðjan maí.
Vefsjónvarp Víkurfrétta: Steinríkur að störfum – smellið hér!
.