Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Umdeilt Hitaveitusamkomulag
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 15:56

Video: Umdeilt Hitaveitusamkomulag

Enn er rætt um málefni tengd sölunni á hlut í Hitaveitu Suðurnesja þrátt fyrir að sáttir hafi nást milli málsaðila um eignarhlutfall.

Í dag hefur viðskiptaráðherra m.a sagt, í samtali við Ríkisútvarpið, að þó hann sé ánægður með að sátt hafi náðst um málið komi ekki til greina að einkafyrirtæki eigi meirihluta í orkufyrirtækjum. Er hann meðal annars að vísa til stöðu Geysis Green Energy innan HS.

Ráðherra bætti því við að heppilegra hefði verið að meirihlutinn í Reykjanesbæ hefði haft eðlilegt samráð við minnihlutann og rætt ítarlega um hvort eðlilegt væri að einkaaðili ætti stóran hlut í Hitaveitunni.

Í viðtali við Víkurfréttir í gær fóru Árni Sigfússon, bæjarstjóri, og Guðbrandur Einarsson, oddviti A-lista, yfir málið en nú er hægt að sjá þau viðtöl á Vefsjónvarpi Víkurfrétta með því að smella hér.

Mynd af vefsíðu HS: Frá undirritun samkomulagsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024