Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Tíu flóttamenn komu frá Kólumbíu í dag
Þriðjudagur 11. október 2005 kl. 17:59

Video: Tíu flóttamenn komu frá Kólumbíu í dag

Tíu flóttamenn, konur og börn komu til Íslands í dag frá Kólumbíu. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur til landsins á þessu ári en alls hafa þá komið 31 flóttamaður á þessu ári að sögn Árna Gunnarssonar hjá
flóttamannaráði.

Hópurinn sem kom til Keflavíkur nú seinni partinn, samanstendur af 3 konum og sjö börnum sem flúðu heimaland sitt, Kólumbíu, vegna borgararastyrjaldar þar í landi.

Konurnar eru skilgreindar í hópnum Woman at risk, hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og voru í mikilli lífshættu og bráðri þörf fyrir brottflutning. Árni sagði að þær sóttu ofsóknum vegna þess að þær flúðu heimaland sitt. Eiginmenn þeirra hafa ýmist verið drepnir eða er saknað.

Hópurinn fór til Reykjavíkur þar sem þeirra bíður stuðningsfjölskyldur og aðstoð Rauða krossins. Þau fara í íslenskunám og eftir ár eiga þau að geta fótað sig ein á Íslandi.

Video: Fróttafólk kemur til landsins og viðtal við Árna Gunnarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024