Video: Þrumur og eldingar yfir Suðurnesjum
Mikið eldingaveður gekk yfir Suðurnesin nú síðdegis með háværum drunum og miklum ljósagangi. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands myndaðist eldingaveðrið í kjölfar kuldaskila sem gengu yfir landið í nótt. Óstöðugt loft fylgdi á eftir þeim með þéttum skúragörðum. Dynjandi haglél fylgdi á eftir skilunum.
Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, náði þessum myndum á tökuvél þegar veðrið gekk yfir.