Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Svandís svarar Suðurnesjamönnum
Föstudagur 23. október 2009 kl. 15:58

Video: Svandís svarar Suðurnesjamönnum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur verið skömmuð duglega af forsvarsmönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sveitarstjórnir hafa verið duglegar að senda frá sér ályktanir og á dögunum var einnig boðað til borgarafundar um atvinnumál þar sem Svandísi var sendur tónninn. Svandís mætti á opinn fund á Flughóteli í gærkvöldi til að ræða ákvörðun sína um SV-línur. Fundinn sat einnig Atli Gíslason þingmaður VG og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur sem ræddi um orkuöflun fyrir stóriðju.


Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Svandísi fyrir fundinn í gærkvöldi og gaf henni kost á að svara þeirri gagnrýni sem á hana hefur verið borin síðustu daga héðan af Suðurnesjum.



Frá fundinum á Flughóteli í gærkvöldi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Viðtal: Páll Ketilsson - Myndataka: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024